,

Nit

Egg lúsarinnar kallast nit. Lúsin verpir 5-10 eggjum á dag, sem hún festir á hár nálægt hársverðinum. Á u.þ.b. 7 dögum klekst pínulítil unglús úr nitinni, sem þroskast yfir í fullorðna lús á 9-12 dögum.  

Nýútklakin unglús er á við sandkorn að stærð. Eftir að lúsin hefur klakist út situr tóm nitin eftir í hárinu, en hún er alveg skaðlaus og dettur úr innan nokkurra daga. Einnig er hægt að fjarlægja nitina með fingrunum eða fíntenntum kambi.