Hedrin Once

Hentar þeim sem láta sér eina meðferð nægja

Vörulýsing

Hedrin Once® er fullkomin lausn fyrir þá sem vilja taka sem skemmstan tíma fyrir alla. Með Hedrin Once® er ekki nauðsynlegt að endurtaka meðferðina eftir sjö daga. Varan drepur bæði lús og nit með einni meðferð.

Hægt er að fá Hedrin Once® bæði sem gel og sem úða og það er mjög auðvelt að dreifa því um harið og í hársvörðinn þar sem bæði lúsin og nit lifir. Hedrin Once® finnst í tveimur pakkningastærðum. Í flestum tilvikum er 50 ml nóg til að meðhöndla axlarsítt meðalþykkt hár einu sinni. Flaska með Hedrin Once® 100 ml er oft nóg til að meðhöndla tvö börn þar sem ekki er þörf á að endurtaka meðferðina.

Notkunarleiðbeiningar

Hedrin Once® er nuddað í þurrt hárið og hársvörð og þarf að vera þar í 15 mínútur. Látið hárið þorna (ekki má nota hárþurrku). Greiðið ekki hárið á meðan það er meðhöndlað með Hedrin Once®.

Að meðhöndlun lokinni er sjampó borið beint í hárið. Það er mjög mikilvægt að bera sjampó í hárið áður en það er skolað því annars getur reynst erfitt að ná Hedrin Once® úr hárinu. Það getur reynst nauðsynlegt að þvo hárið tvisvar. Ekki þarf að kemba hárið að meðhöndlun lokinni.

Verkun

Hedrin Once® virkar með því að umlykja bæði lús og nit. Varan smýgur inn í andop lúsarinnar og kemur í veg fyrir að lúsin geti losað sig við umfram vökva. Þetta leiðir til þess að vökvi safnast upp í lúsinni sem veldur miklu álagi á þarma lúsarinnar að þarmarnir springa og lúsin deyr.

Hedrin Once®  drepur einnig nitin og því þarf ekki að endurtaka meðferðina.