Hedrin Treat & Go

Hentar þeim sem eru á leið út eða í háttinn

Vörulýsing

Hedrin Treat & Go® er fullkomin lausn fyrir þá sem hafa ekki tíma til að hefja meðferð við lús akkurat núna þegar lúsin finnst. Um er að ræða fitulausa froðu í vatnslausn sem dreifist auðveldlega í hárið og skal skola úr hárinu innan sólarhrings. Froðan getur því verið í hárinu á skólatíma, þegar börn eru að leika sér á daginn eða á nóttunni. Einnig er varan sérstaklega hentug fyrir börn sem vilja ekki láta þvo sér um hárið með sjampó því það er mjög auðvelt að skola vörunni úr hárinu án þess að nota sjampó.

Einnig er Hedrin Treat & Go® hentugt fyrir unga krakka, eins og í menntaskóla. Þeir geta sjálfir meðhöndlað sig án þess að félagarnir uppgötvi það. Hægt er að þurrka hárið með hárþurrku þegar varan er í hárinu og það þarf ekki að skola hana úr hárinu fyrr en farið er í sturtu daginn eftir.

Notkunarleiðbeiningar

Hedrin Treat & Go® er nuddað í þurrt hár og hársvörð og þarf að vera í hárinu í minnst átta klukkustundir. Látið hárið þorna eða þurrkið það með hárþurrku. Eftir meðhöndlunina skal þvo hárið eins og venjulega. Hedrin Treat & Go® er vatnsleysanlegt og því er mjög auðvelt að þvo það úr.

Eftir 7 daga skal endurtaka meðferðina til að tryggja að unglús sem hefur klakist úr eggjum frá fyrri meðferð drepist einnig.

Verkun

Hedrin Treat & Go® leysir upp hlífðarlag lúsarinnar og nita um leið og snerting verður. Þetta truflar vökvajafnvægi og lúsin þornar upp og deyr.