Hedrin Protect & Go

Fyrir þá sem vilja forðast lús

Vörulýsing

Hedrin Protect & Go® er hin fullkomna lausn fyrir þá sem eru í sama umhverfi og lúsin og vilja forðast smit. Það er auðvelt að úða vörunni í hárið  og það á ekki að skola hana úr. Fyrir utan að drepa lúsina sem kemst í snertingu við vöruna virkar Hedrin Protect & Go® einnig nærandi fyrir hárið og kemur í veg fyrir klístur. Með því að meðhöndla tvisvar í viku má verjast lúsinni allt árið um kring.

Notaðu Hedrin Protect & Go® þegar börnin fara í skólann eftir frí, áður en þau fara að leika við félagana eða fyrir næturgistingar hjá vinum og í öllum þeim aðstæðum þar sem hættan er að börnin taki með sér hinn óvelkomna gest með heim. Gættu þess að meðferð með Hedrin Protect & Go® á að setja í hárið eftir hárþvott, þar sem það skolast auðveldlega úr hárinu með vatni.

Notkunarleiðbeiningar

Úðaðu Hedrin Protect & Go® í þurrt eða rakt hárið á háttatíma, þegar þú ert á leið ú túr húsinu eða bara hvenær sem þér hentar yfir daginn. Hedrin Protect & Go® á EKKI að skola úr hárinu. Látið hárið þorna eða þurrkið það með hárþurrku og greiðið með bursta eða greiðu.

Til að tryggja sem allra besta vörn skal nota Hedrin Protect & Go® tvisvar í viku.

Þegar hárið er þvegið skolast Hedrin Protect & Go® úr því. Því ætti alltaf að nota efnið eftir hárþvott.

Verkun

Hedrin Protect & Go® drepur lúsina þegar hún kemst í snertingu við efnið. Um leið og lúsin kemst í snertingu við Hedrin Protect & Go® þá leysist upp hlífðarlag lúsarinnar, hún þornar upp og deyr.